Search
Close this search box.

Verjumst veirunni.

Deildu 

Það hef­ur lík­lega ekki farið fram­hjá mörg­um að smit af völd­um COVID-19-kór­ónu­veirunn­ar hafa nú greinst hér á landi. Um 100.000 manns um all­an heim hafa smit­ast af veirunni og í gær, 6. mars, lýsti embætti rík­is­lög­reglu­stjóra yfir neyðarstigi al­manna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni og embætti land­lækn­is en það er gert þegar hóp­sýk­ing er far­in að breiðast út inn­an­lands. Neyðarstig al­manna­varna merk­ir meðal ann­ars að fyr­ir­tæki og stofn­an­ir hafa það hlut­verk að herða á sín­um vörn­um til þess að hefta megi út­breiðslu smita eins og kost­ur er.

Flest smit­in sem greinst hafa hér­lend­is eru enn sem komið er bund­in við ferðalanga sem hafa komið til lands­ins ný­lega frá Norður-Ítal­íu eða Aust­ur­ríki og í gær var staðan sú að smit­in sem hafa átt sér stað inn­an­lands má rekja til sam­skipta við fólk sem var að koma af þeim svæðum er­lend­is þar sem smit hef­ur greinst.

Embætti land­lækn­is held­ur úti fræðslu­vef um COVID19-kór­óna­veiruna á heimasíðunni sinni, landla­ekn­ir.is, en þar má finna nýj­ustu upp­lýs­ing­ar og fræðslu um veiruna. Fræðslu­efni má einnig finna á Face­book-síðu Embætt­is land­lækn­is og sótt­varna­lækn­ir hef­ur upp­lýst al­menn­ing um málið í fjöl­miðlum oft og vel. Al­manna­varna­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur boðað til blaðamanna­funda reglu­lega vegna máls­ins þar sem farið er yfir stöðuna, nú síðast í gær, auk þess sem ýms­ar stofn­an­ir og fyr­ir­tæki hafa birt fræðslu­efni á sín­um heimasíðum, til dæm­is Land­spít­ali og RÚV.

Upp­lýs­ing­ar og fræðslu um veiruna er því að finna á hinum ýmsu stöðum og miðlum og ég hvet alla til að kynna sér slík­ar upp­lýs­ing­ar. Nú skipt­ir öllu máli að al­menn­ing­ur gæti að al­mennu hrein­læti og smit­vörn­um og það þurf­um við öll að taka til okk­ar. Góð hand­hreins­un er mik­il­væg­asta ráðið fyr­ir heil­brigða til að forðast smit. Handþvott­ur með vatni og sápu er æski­leg­ast­ur ef hend­ur eru óhrein­ar, en hend­ur sem virðast hrein­ar en hafa komið við sam­eig­in­lega snertifleti s.s. hurðahúna, eða tekið við hlut­um úr annarra hönd­um s.s. pen­ing­um eða greiðslu­kort­um má hreinsa með hand­spritti.

Mik­il­vægt er að hósta eða hnerra í oln­boga­bót eða í papp­ír, forðast náið sam­neyti við ein­stak­linga sem eru með al­menn kve­f­ein­kenni, hnerra eða hósta, gæta hrein­læt­is og forðast snert­ingu við augu, nef og munn, var­ast snertifleti á fjöl­förn­um stöðum og heilsa frek­ar með brosi en handa­bandi.

Í þessu sam­hengi lang­ar mig að þakka sér­stak­lega heil­brigðis­starfs­fólki fyr­ir þeirra vinnu. Starfs­fólk heil­brigðisþjón­ust­unn­ar stend­ur í ströngu þessa dag­ana og álagið er mikið. Fram­lag þess er mik­il­vægt og við ætt­um öll að muna að þakka fyr­ir það.

Svandís Svavarsdóttir, heil­brigðisráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search