Search
Close this search box.

VG á alltaf erindi

Deildu 

Þau stefnu­mál sem Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð hef­ur sett á odd­inn fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar á laug­ar­dag­inn næsta eiga er­indi í öll­um sveit­ar­fé­lög­um. Hvort sem það er stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins, Reykja­vík­ur­borg, eða þau minni. Sama hvort sveit­ar­fé­lög tak­ast á við upp­bygg­ingu innviða, skulda­stöðu, fjölg­un eða fækk­un íbúa, þá þurfa sjón­ar­mið VG að vera við borðið. Þessi sjón­ar­mið eru ann­ars veg­ar fé­lags­legt rétt­læti, jöfnuður og kven­frelsi. Hins veg­ar eru það grænu sjón­ar­miðin, lofts­lags­mál, nátt­úru­vernd í heima­byggð, úr­gangs­mál og fleira.

Hús­næðismál brenna á öll­um

Við þurf­um að ganga lengra í því að minnka hús­næðis­byrði á mið- og lág­tekju­fólki. Hlut­fall þeirra í lægsta tekjufimmt­ungi, sem búa við íþyngj­andi heim­il­is­kostnað, hef­ur lækkað um tíu af hundraði síðustu fimm ár sam­kvæmt Hag­stof­unni. Þetta hlut­fall er ennþá of hátt til að vera ásætt­an­legt. Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð vill að eng­inn þurfi að greiða meira en þriðjung af ráðstöf­un­ar­tekj­um í hús­næðis­kostnað. Það mark­mið mun ekki nást ef upp­bygg­ing hús­næðis verður al­farið í hönd­um markaðar­ins. Til þess að jöfnuður ríki þarf jöfnuður að vera á dag­skrá í sveit­ar­stjórn. Við í VG vilj­um tryggja óhagnaðardrifn­um leigu­fé­lög­um lóðir og þannig styðja við upp­bygg­ingu á leigu­fé­lög­um á fé­lags­leg­um for­send­um. Með því að ganga lengra í að byggja upp heil­brigðari fast­eigna­markað verður bet­ur tryggt að all­ir íbú­ar hafi jöfn tæki­færi.

Þannig þarf einnig að vinna að því að bæta hag barna­fjöl­skyldna. En sam­kvæmt gögn­um Hag­stof­unn­ar hef­ur staða barna­fjöl­skyldna á hús­næðismarkaði ekki batnað að sama marki og staða annarra. Til þess að bæta þeirra hag er mik­il­vægt að brúa bil milli fæðing­ar­or­lofs og leik­skóla. En einnig að stíga skref í átt að gjald­frjáls­um skóla­máltíðum og leik­skóla. Í þeim efn­um þarf að for­gangsraða í þágu þeirra sem hafa minnst­ar tekj­ur og þurfa þannig mest á aðstoð að halda. Með þeim hætti göng­um við lengra í því að skapa jöfnuð.

Sveit­ar­fé­lög og lofts­lags­mál

Næsta kjör­tíma­bil er af­ger­andi í því hvort ís­lenskt sam­fé­lag nær mark­miðum sín­um í lofts­lags­mál­um. Sveit­ar­fé­lög geta haft mikið um það að segja með ákvörðunum sín­um um upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna, reglu­setn­ingu í deili­hag­kerf­inu og skipu­lags­mál­um. Með því að draga úr um­ferð drög­um við úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda. Með því að byggja hverfi upp sem „15 mín­útna“ hverfi og styrkja al­menn­ings­sam­göng­ur slá­um við tvær flug­ur í einu höggi. Við drög­um úr um­ferð og þannig út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda en drög­um líka úr kostnaði al­menn­ings við sam­göng­ur. En kostnaður við sam­göng­ur er meira íþyngj­andi fyr­ir lægri tekju­hópa en þá hærri.

Setj­um X við V á laug­ar­dag­inn, kjós­um með jöfnuði og bætt­um hag al­menn­ings.

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG í Reykjavík og matvælaráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search