Vinstrihreyfingin grænt framboð á Akureyri auglýsir eftir frambjóðendum á lista hreyfingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí 2022.
Framboðsfrestur rennur út á miðnætti, þriðjudaginn 8. febrúar 2022.
Þau sem gefa kost á sér skulu tilkynna það skriflega til kjörstjórnar í tölvupósti á netfangið akureyri@vg.is.
Kosið verður um 6 efstu sæti listans og eru niðurstöður fyrir 3 efstu sætin bindandi.
Einnig er hægt að stinga upp á frambjóðanda með ábendingu til kjörstjórnar, sem leitar þá eftir samþykki þeirra sem bent hefur verið á, í síma 659 4744, sem er Hlynur Hallsson, formaður kjörstjórnar.
Óháð forvalinu er mögulegt að gefa kost á sér í sæti 7 – 22.
Ef þú hefur áhuga á að bjóða þig fram á lista VG á Akureyri í sæti 7 – 22 eða vilt benda á einhvern sem þér líst vel á, sendu póst á akureyri@vg.is fyrir miðnætti, 1. febrúar.
Öll þau sem áhuga hafa á að koma hugsjónum VG í framkvæmd í nærsamfélagi sínu eru hvött til að gefa kost á sér.
Forvalsreglur og lög VG má nálgast á vef Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs vg.is
Kosningin er rafræn og stendur frá miðnætti 2. mars – 5. mars klukkan 17.00, 2022 en kjörstjórn VG á Akureyri annast kynningu á frambjóðendum með sérstöku kynningarefni og fundum.
Til að kjósa í forvalinu þarf að:
– vera félagi í VG, það er gert með því að skrá sig á heimasíðu www.vg.is.
– til að fá að kjósa í forvalinu þarf að skrá sig í VG fyrir 21. febrúar.
– vera með lögheimili á Akureyri, Hrísey eða Grímsey.
– eiga íslykil eða rafræn skilríki.
– Kosið er rafrænt á heimasíðu vg.is
– einnig verður hægt að kjósa í tölvu á skrifstofu VG í Brekkugötu 7 á Akureyri, miðvikudaginn 2. mars kl. 16-18 og laugardaginn 5. mars kl. 10-14.
Fyrir hönd kjörstjórnar, Hlynur Hallsson