EN
PO
Search
Close this search box.

VG býður fram í eigin nafni í nýju sveitarfélagi

Deildu 

Vinstri hreyfingin – grænt framboð mun bjóða fram sjálfstæðan lista þegar fyrsta sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðahrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, verður kosin næsta vor.

Þetta var ákveðið á félagsfundi VG sem haldin var á Egilsstöðum síðasta fimmtudagskvöld.

Í tilkynningu frá svæðisfélögum VG á Austurlandi segir að framboðinu sé ætlað að vera „skýr valkostur með áherslu á fjölbreyta stefnu og metnaðarfulla framtíðarsýn.“ Lögð verði áhersla á að sérstaða hvers svæðis njóti sín í sátt við umhverfi og samfélag.

Þar kemur einnig fram að fulltrúar VG muni í aðdraganda kosninganna miðla áfram efni sem eigi erindi við íbúa auk þess sem áhugasamir eru boðnir velkomnir í starfið.

Á fundinum var einnig ákveðið að skipa nefnd sem stilla mun upp á listann.

Síðasta sjálfstæða framboð VG í sveitarfélögunum fjórum var á Seyðisfirði árið 2010 og fékk það einn mann í sveitarstjórn.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search