Search
Close this search box.

VG er hreyfiafl mannréttinda og kvenfrelsis

Deildu 

Svört eru segl á skip­un­um, sem hér leggja inn sagði hin svarta Ísodd. Þessi orð úr Trist­anskvæði komu mér í huga þegar Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna felldi úr gildi rétt­indi sem kon­ur í Banda­ríkj­un­um hafa notið til ára­tuga. Rétt­in­um til þung­un­ar­rofs. Nú er rétt­ur þeirra til for­ræðis yfir eig­in lík­ama skert­ur, þar sem að í u.þ.b. helm­ingi ríkja Banda­ríkj­anna munu þessi rétt­indi skerðast. Þess­ar ákv­arðanir eru voðal­eg­ar og munu leiða til þján­inga kvenna og dauða ein­hverra. Þess er ekki langt að bíða að við mun­um sjá hrylli­leg­ar frétt­ir sem lýsa því hvernig kon­ur verða sótt­ar til saka fyr­ir morð í ríkj­um sem sett hafa forneskju­lega lög­gjöf sem nú taka gildi. Að sama skapi sjá­um við stans­laus­ar til­raun­ir til þess að flytja inn trans­fób­ísk viðhorf úr menn­ing­ar­stríðum Vest­ur­landa hingað til lands. Bar­átt­an fyr­ir aukn­um mann­rétt­ind­um er alltaf í gangi og hvert skref fram veg­inn leiðir til til­rauna til þess að færa aft­ur hjól tím­ans. Til tím­ans þegar karl­ar réðu yfir líköm­um kvenna.

Þátta­skil í bar­áttu fyr­ir sjálfs­ákvörðun­ar­rétti kvenna

Segl­in eru sann­ar­lega svört í þess­um mála­flokki á heimsvísu. Þegar öfl­ug­asta ríki jarðar tek­ur skref ára­tugi aft­ur í tím­ann þá skipt­ir það máli. Það vald­efl­ir aft­ur­haldsöfl víða um heim sem vilja að ríkið eða karl­ar ráði yfir lík­ama kvenna. Á Íslandi er staðan sem bet­ur fer önn­ur. Þátta­skil í bar­átt­unni fyr­ir sjálfs­ákvörðun­ar­rétti kvenna urðu á síðasta kjör­tíma­bili þegar Alþingi samþykkti frum­varp sem ég mælti fyr­ir sem heil­brigðisráðherra. En með lög­un­um er for­ræði kvenna yfir þeirri ákvörðun að ganga með barn tryggt. Málið var mik­il­vægt og fékk breiðan póli­tísk­an stuðning þó að í ljós kæmi einnig að sömu aft­ur­haldsöfl og skert hafa rétt­indi kvenna er­lend­is áttu sér nokkra mál­svara hér einnig.

Rétt­indi koma aldrei af sjálfu sér. Fyr­ir þeim þarf að vinna fylgi og geta klárað mál­in. Það kom í ljós þegar ég lagði fram frum­varp til laga um þung­un­ar­rof. Þetta kom einnig í ljós þegar for­sæt­is­ráðherra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, lagði fram frum­vörp um kyn­rænt sjálfræði, um jafna stöðu og jafn­an rétt kynj­anna og fleiri mál. Þessi góðu mál hafa fært Ísland fram­ar, þau hafa út­víkkað og auðgað sam­fé­lagið, með því að auka rétt­indi jaðar­settra hópa. Sú bar­átta gegn jaðar­setn­ingu og með rétt­ind­um er ekki full­unn­in og verður það aldrei. Því með hverj­um sigri þá birt­ast okk­ur ný viðfangs­efni og ný verk­efni. En ef við lát­um deig­an síga er hætt við því að aft­ur­haldsöfl­um vaxi ásmeg­in sem á end­an­um geti leitt til þess að rétt­indi sem við töld­um sjálf­sögð séu tek­in af okk­ur. Sókn í þágu rétt­inda er besta vörn­in gegn aft­ur­för. Vinstri græn hafa verið og munu áfram vera hreyfiafl í þeirri sókn eins og dæm­in sanna.

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG og matvælaráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search