Search
Close this search box.

VG í Reykjavík ákveður forval

Deildu 

17. janúar 2022 

Félagsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík ákvað með kosningu á félagsfundi  í gærkvöld 17. janúar 2022 að halda forval um þrjú efstu sæti á lista hreyfingarinnar til framboðs í borgarstjórnarkosningum í vor. 

Tvær tillögur voru lagðar fram fyrir fundinn, önnur um uppstillingu en hin um forval í þrjú efstu sætin. Tillagan um forval var samþykkt með miklum meirihluta, eða 93% atkvæða. 

Jafnframt var kjörnefnd kosin á fundinum og mun hún annast framkvæmd forvals og uppstillingu listans í kjölfar forvals. Í kjörstjórn voru kosin Elías Jón Guðjónsson, Álfheiður Ingadóttir, Torfi Stefán Jónsson, Guy Conan Stewart og Elínrós Birta Jónsdóttir.

F.h. stjórnar VGR,

Elín Björk Jónasdóttir, formaður

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search