VG í Reykjavík ákveður forval

Deildu 

17. janúar 2022 

Félagsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík ákvað með kosningu á félagsfundi  í gærkvöld 17. janúar 2022 að halda forval um þrjú efstu sæti á lista hreyfingarinnar til framboðs í borgarstjórnarkosningum í vor. 

Tvær tillögur voru lagðar fram fyrir fundinn, önnur um uppstillingu en hin um forval í þrjú efstu sætin. Tillagan um forval var samþykkt með miklum meirihluta, eða 93% atkvæða. 

Jafnframt var kjörnefnd kosin á fundinum og mun hún annast framkvæmd forvals og uppstillingu listans í kjölfar forvals. Í kjörstjórn voru kosin Elías Jón Guðjónsson, Álfheiður Ingadóttir, Torfi Stefán Jónsson, Guy Conan Stewart og Elínrós Birta Jónsdóttir.

F.h. stjórnar VGR,

Elín Björk Jónasdóttir, formaður

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.