Search
Close this search box.

Viðurkenning á menntun og hæfi erlendra heilbrigðisstarfsmanna.

Deildu 

Birt hafa verið til umsagnar drög að nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem varðar viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og Sviss. Reglugerðin helst í hendur við frumvarp ráðherra menntamála um breytingu á lögum nr. 26/2010 sem miðast við að leiða í lög öll nauðsynleg nýmæli tilskipunar Evrópusambandsins 2013/55/EB hvað þetta varðar.

Þótt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra sé enn til umfjöllunar á Alþingi telur heilbrigðisráðuneytið mikilvægt að birta drögin að meðfylgjandi reglugerð til umsagnar þannig að fagfélögum heilbrigðisstétta, menntastofnunum og heilbrigðisstofnunum gefist góður tími til að kynna sér efnið.

Helstu breytingar sem reglugerðardrögin fela í sér eru:

  • Upptaka evrópsks fagskírteinis (e. European Professional Card, EPC) fyrir einstakar starfsgreinar sem ætlað er að greiða fyrir för starfsmanna á innri markaðnum og auðvelda viðurkenningu á faglegri menntun.
  • Fyrirkomulag varðandi viðvaranir, en aðildarríkin eiga að tilkynna lögbærum yfirvöldum aðildarríkjanna þegar starfsréttindi eru takmörkuð í heild eða að hluta innan þriggja daga.
  • Starfsnámsnemendur eiga þess kost að fá viðurkennt vinnustaðanám innan löggiltra starfsgreina sem fer fram annars staðar en í heimalandinu.

 Reglugerðardrögin ásamt fylgiskjölum í samráðsgátt

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search