EN
PO
Search
Close this search box.

Vinstri græn á Alþingi leggja til stækkun strandveiðikvóta

Deildu 

Fréttatilkynning vegna tillögu til þingsályktunar frá VG

„Um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins“

Fimm þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins. Fyrsti flutningsmaður er Bjarni Jónsson.

Þingsályktunartillögunni er ætlað að stuðla að eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfins með því að festa strandveiðar betur í sessi með auknum hlut í veiðiheimildum. Í tillögunni er lagt til að stækka í áföngum félagslega hluta kerfisins úr 5,3% upp í 8,3%. Einnig er lagt til að endurskoðuð verði skipting aflamagns á milli aðgerða innan kerfisins og hlutverk hverrar aðgerðar innan þess.

Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search