„Virkjun vinds er mögulega hluti þess sem við viljum nýta til raforkuframleiðslu í framtíðinni. Áður en það verður þarf Alþingi að skapa lagalega umgjörð um hvar má og hvar ekki virkja vind og að verðleggja þá auðlynd sem vindur og landnýting tengt virkjun hans eru. Vinna að því er hafin, en einhver bið verður á fullbúinni löggjöf á því sviði. Bíða þarf þeirrar umgjarðar svo forðast megi það slys sem varð í fiskeldissögu Islands, þar sem leyfisveitingar hófust áður en lagaleg umgjörð lá fyrir. Komi til samþykktar sveitarfélagsins á skýrslu Eflu gæti í versta falli þýtt að samþykkt væri plagg, unnið á grunni rangra forsenda. Því skyldi ekki nýta þessa skýrslu til gerðar aðalskipulags, þó hún geti einhvern tíman orðið gagnleg, þá er sá tími ekki kominn. Þannig ber að kynna sess hennar fyrir íbúum.„
svo segir í bókun V-lista í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings, vegna skýrslu Eflu sem samþykkt var á fundi ráðsins að vísa til kynningar og umfjöllunar hjá sveitarstjórn Múlaþings.