Search
Close this search box.

Vísindin eru skýr

Deildu 

Skýrsla eft­ir skýrslu vís­inda­manna seg­ir sömu sög­una. Lofts­lags­breyt­ing­ar eiga sér stað núna. Ekki í fjar­lægri framtíð held­ur núna. Við sjá­um vatns­skort vegna horf­inna jökla, sjáv­ar­mál hækk­ar. Gróðureld­ar norðan heim­skauts­baugs og þurrk­ar skemma upp­skeru víðsveg­ar um heim. Flutn­ing­ar tak­mark­ast á stór­um fljót­um Evr­ópu vegna vatns­skorts. Þetta er veru­leik­inn í dag en er bara for­leik­ur að þeim hörm­ung­um sem að okk­ur steðja ef við gríp­um ekki til aðgerða strax.

Mark­mið Par­ís­arsátt­mál­ans um að tak­marka hlýn­un við 1,5 gráður er í hættu. Í dag stefn­ir í að við skjót­um mjög rúm­lega yfir markið. Yf­ir­skotið hef­ur af­ger­andi áhrif á þær nátt­úru­ham­far­ir sem við mun­um þurfa að glíma við í framtíðinni. Íslensk stjórn­völd hafa sett fram metnaðarfull mark­mið um 55% sam­drátt á los­un á beinni ábyrgð m.v. los­un árs­ins 2005. Mál­flutn­ing­ur Íslands á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna hverf­ist um það að við verðum að halda 1,5 gráða mark­miðinu lif­andi. En til þess að það sé mögu­legt þurfa all­ir, stjórn­völd og fyr­ir­tæki, að axla sína ábyrgð og hefjast handa.

Aðlög­un er brýn

Á sama tíma og við þurf­um að draga skarpt úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda þurf­um við að aðlag­ast þeim breyt­ing­um sem þegar eru orðnar og verða. Aðlög­un­in er nú þegar orðin mik­il­væg fyr­ir Ísland, bæði inn­an­lands og í alþjóðasam­vinnu. Enda er Ísland sér­stak­lega viðkvæmt fyr­ir breyt­ing­um vegna lofts­lags­breyt­inga. Súrn­un sjáv­ar, bráðnun jökla, breyt­ing­ar á úr­komu­mynstri og hækk­un sjáv­ar­borðs hafa mik­il áhrif hér á landi. Áhrif­anna mun gæta á vist­kerfi og líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika en á grund­velli þeirra byggj­um við sam­fé­lagið. Nytja­stofn­ar fiska, skil­yrði til land­búnaðar, vatns­bú­skap­ur vatns­orku­vera og svona mætti lengi telja eru ekki fast­ar held­ur þjón­usta sem heil­brigð vist­kerfi veita okk­ur. Þess vegna leggj­um við áherslu á að byggja upp þanþol og aðlög­un að lofts­lags­breyt­ing­um í alþjóðlegri sam­vinnu, meðal ann­ars með því að auka fram­lög í slík verk­efni í þró­un­ar­sam­vinnu.

Áhrif­in af lofts­lags­breyt­ing­um eru því bæði flók­in og fjölþætt, þau snerta fæðuör­yggi og bú­setu­skil­yrði um heim all­an. Þau áhrif hafa þegar raun­gerst og slíkt mun fær­ast í auk­ana á næstu árum. Við verðum að laga okk­ur að þeim veru­leika. En sam­hliða aðlög­un þurf­um við að hlusta grannt eft­ir rödd­um þeirra sem áhrif­in snerta fyrst og hafa minni bjarg­ir til að bregðast við þeim. Með því að hlusta á ungt fólk af öll­um kynj­um fáum við betri inn­sýn í veru­leika þeirra sem þurfa að tak­ast á við þær aðstæður sem aðgerðir okk­ar í dag skapa í framtíðinni. Lofts­lags­ráðstefna Sam­einuðu þjóðanna er vett­vang­ur þar sem þjóðir heims geta ráðið ráðum sín­um og hlustað á þess­ar radd­ir. Við meg­um eng­an tíma missa og þar á Ísland að hafa skýra rödd.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search