Í gær sendi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins, frá sér yfirlýsingu sem skýrsluhöfundur Evrópuráðsþingsins um ofbeldi gegn börnum á flótta.
Yfirlýsingin er send út vegna þess að börn á flótta standa frammi fyrir enn frekari hættum og óvissu í heilbrigðiskrísunni sem Covid-19 skapar og eykur hættuna til muna á mannréttindabrotum gagnvart börnum í þessari stöðu.
Rósa Björk styður heilshugar áskorun UNICEF um að 1900 fyldarlausum börnum á grísku eyjunum verði komið strax fyrir á meginlandinu og líka öðrum börnum á flótta í viðkvæmri stöðu sem eru í bráðri þörf fyrir öryggi og vernd.
Einnig kom hún á framfæri hvatningu á allar evrópskar ríkisstjórnir og aðrar ríkisstjórnir utan Evrópu að virða Barnasáttmála S.Þ. á þessum tímum og sleppa öllum börnum á flótta sem haldið er í varðhaldi. Ekki síst til að tryggja þeim öryggi og heilsu gagnvart Covid-19.
Hér má lesa yfirlýsinguna sem birt var á vef Evrópuráðsþingsins;