Search
Close this search box.

„YFIRLÝSING FRÁ SKÝRSLUHÖFUNDI EVRÓPURÁÐSÞINGSINS UM OFBELDI GEGN BÖRNUM Á FLÓTTA VEGNA COVID-19“

Rósa Björk

Deildu 

Í gær sendi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins, frá sér yfirlýsingu sem skýrsluhöfundur Evrópuráðsþingsins um ofbeldi gegn börnum á flótta.

Yfirlýsingin er send út vegna þess að börn á flótta standa frammi fyrir enn frekari hættum og óvissu í heilbrigðiskrísunni sem Covid-19 skapar og eykur hættuna til muna á mannréttindabrotum gagnvart börnum í þessari stöðu.

Rósa Björk styður heilshugar áskorun UNICEF um að 1900 fyldarlausum börnum á grísku eyjunum verði komið strax fyrir á meginlandinu og líka öðrum börnum á flótta í viðkvæmri stöðu sem eru í bráðri þörf fyrir öryggi og vernd.

Einnig kom hún á framfæri hvatningu á allar evrópskar ríkisstjórnir og aðrar ríkisstjórnir utan Evrópu að virða Barnasáttmála S.Þ. á þessum tímum og sleppa öllum börnum á flótta sem haldið er í varðhaldi. Ekki síst til að tryggja þeim öryggi og heilsu gagnvart Covid-19.

Hér má lesa yfirlýsinguna sem birt var á vef Evrópuráðsþingsins;

https://pace.coe.int/en/news/7833/migrant-children-behind-bars-face-added-threats-during-the-current-pandemic?fbclid=IwAR15mMZB5qxLYIO9jGIWII7IP4AOOvoRMWBSLP4WhwjIbah5Pq2REoCIV78

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search