Yfirlýsing þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs vegna innrásar tyrkneska hersins inn í Norður-Sýrland.

Deildu 

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir harðlega innrás tyrkneska hersins inn í Norður-Sýrland.

Það er ljóst að innrás tyrkneska hersins inn í annað ríki, stangast á við alþjóðalög, ógnar viðkvæmu ástandi á stríðshrjáðu svæði, ýtir undir mannskæðar ofsóknir í garð Kúrda og er mjög líklegt til að styrkja ISIS hryðjuverksamtökin á svæðinu við botni Miðjarðarhafs og stuðla að pólitískum óstöðugleika á svæðinu sem bitna muni hvað verst á saklausum borgurum.

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ítrekar mikilvægi friðsamlegrar uppbyggingar í Sýrlandi eftir 8 ára borgarastyrjöld sem kostaði mörg hundruð þúsund mannslíf og hrakti milljónir á flótta, bæði innan og utan Sýrlands.

Hvetur þingflokkurinn ríkisstjórn Íslands til að beita sér í hvívetna gegn áframhaldandi stríðsátökum í Sýrlandi sem mun ávallt bitna mest á börnum og konum og tala ávallt fyrir friðsamlegri uppbyggingu Sýrlands með aðkomu fjölþjóðlegra stofnanna.
Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.