Reykjanesbær

Opinn fundur í Suðurkjördæmi: Katrín og Hólmfríður ræða framtíð og tækifæri í landshlutanum.

Miðvikudaginn 1. sept verður fundur í Suðurnesjastofa 3. hæð í Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, Reykjanesbæ, kl 17:00 -18:30. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, verður sérstakur gestur fundarins. Hún ásamt Hólmfríði Árnadóttur, oddvita Suðurkjördæmis ræða framtíð og tækifæri í landshlutanum ásamt fleiri frambjóðendum á lista VG í kjördæminu. Öll velkomin!

Aðalfundur VG á Suðurnesjum 11. mars

Aðalfundur Svæðisfélags VG á Suðurnesjum verður haldinn 11. mars kl 18:00 á Marriott-Courtyard í Reykjanesbæ. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, kosning stjórnar og landsfundarfulltrúa og boðið verður upp á súpu. Að loknum aðalfundarstörfum mun Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður UVG kynna starf UVG og bjóða upp á spjall. Hvetjum alla sem áhuga hafa á starfi félagsins …

Aðalfundur VG á Suðurnesjum 11. mars Read More »

Félagsfundur VG á Suðurnesjum

Stjórn Svæðisfélags VG á Suðurnesjum boðum hér með til netfundar á zoom fimmtud. 3. des kl. 20.Fundarefni: Val á okkar fulltrúum í kjördæmisráð.Þið sem viljið hafa áhrif á hvernig framboðslisti VG í Suðurkjördæmi verður til eruð eindregið hvött til að mæta. Hólmfríður Árnadóttir, formaður VG á Suðurnesjum.

VG á Suðurnesjum á Café Petit

Vinstri græn á Suðurnesjum boða til félagsfundar fimmtudagskvöldið 19. september klukkan 19.30 á Café Petit. Dagskrá: Val landsfundarfulltrúa. Dagný Alda Steinsdóttir, formaður.      

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.