
Öll sem eru á kjörskrá, óháð búsetu eða lögheimili, er heimilt að kjósa utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er. Rétt er að minna á gildandi sóttvarnarreglur sem farið er eftir í einu og öllu á kjörstöðum. Opnað verður fyrir sérstakar umsóknir fyrir einstaklinga í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 þann 20. september.
Þeir sem búsettir eru erlendis geta kosið í öllum sendiráðum Íslands. Þar að auki verður hægt að kjósa á aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Þá er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, eftir samkomulagi.
Öllum sem eru á kjörskrá, óháð búsetu eða lögheimili, er heimilt að kjósa utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um fyrirkomulag utan kjörfundar alþingiskosninga í hverju sveitarfélagi á vefsíðum sýslumanna.
Hér getur þú séð í hvaða kjördæmi þú ert.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 13. ágúst. Frá og með þeim degi er hægt að kjósa, utan kjörfundar, hjá sýslumönnum, sendiráðum, sendiráðsskrifstofum og skrifstofum kjörræðismanna.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningar á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni.
Opið er alla daga vikunnar milli klukkan 10:00 og 22:00. Á kjördag verður aðeins opið í Smáralind frá 10:00 til 17:00 og eingöngu fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðsins.
VG-skrifstofa aðstoðar að sjálfsögðu öll sem vilja leiðsögn við að nálgast utankjörfundaratkvæðagreiðslur og kosningar í útlöndum. netfang vg@vg.is
Upplýsingar um hvar og hvenær hægt er að kjósa hjá sýslumönnum er að finna á vef þeirra.
Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum