PO
EN

1. maí kaffi VGR

Velkomin í 1. maí kaffi VG í Reykjavík á Vesturgötu 7.

Venju samkvæmt býður Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík til kaffisamsætis að lokinni kröfugöngu á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí nk.

Kaffi og bakkelsi, að ógleymdri Dórusúpu, verður í boði fyrir gesti að lokinni göngu og dagskrá á Ingólfstorgi.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, og þingmaður hreyfingarinnar í Reykjavík, ávarpar gesti.

Við lofum góðum félagsskap og fjörugu spjalli.

Verið öll velkomin!

Baráttudagskveðjur.
Vinstri græn í Reykjavík

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search