Ung vinstri græn (UVG) halda viðburð um skaðaminnkun á kosningaskrifstofu VG.
Faraldur ópíóíða notkunar hefur gríðarleg áhrif á ungmenni og þau eru ekki upplýst um skaðsemi lyfjanna. Þetta hefur lífshættulegar afleiðingar og það þarf að grípa inn í þetta ástand strax með þverfaglegum aðgerðum þar sem samfélagið styður heilshugar við ungmennin í landinu. Það þarf að koma í veg fyrir ótímabæran dauðdaga ungmenna með skaðaminnkandi úrræðum eins og t.d. með viðhaldsmeðferðum, neyslurýmum, aðgengi að bjargráðarlyfjum, félagslegum stuðningi og yfirferð á lyfjameðferðum með ópíóíðum.
Það er mikilvægt að ávarpa þessa hættulegu ógn og viljum við ræða það með gestum okkar 13. nóvember kl. 20.00 á Suðurlandsbraut 10.
Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar og sérfræðingur í skaðaminnkun, Elín Oddný Sigurðardóttir baráttukona fyrir áherslu á skaðaminnkun og Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir lyfjafræðingur í stjórn UVG taka þátt í umræðum og svara spurningum fólks.