*** Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hjá Guðmundi Ingi þá getur hann ekki tekið á móti gestum á Aðalfund Kjördæmisráðs Suðvestur á laugardaginn 20. apríl. Fundi er því frestað. Ný dagsetning verður kynnt fljótlega. ***
Aðalfundur kjördæmisráðs Suðvestur verður haldinn í sveitinni hjá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, ráðherra og formanni VG. Aðalfundurinn hefst stundvíslega klukkan fjögur laugardaginn 20. apríl, en eftir fundinn munum við spjalla, grilla og skála.
Dagskrá
16:00 – Aðalfundur kjördæmisráðs Suðvestur
17:00 – Spjallað á léttum nótum um verkefni komandi mánaða, meðan Guðmundur Ingi kveikir upp í grillinu.
18:00 – Grillum, borðum, skálum og njótum góðs félagsskapar í sveitasælunni hans Guðmundar Inga.
Sjáumst í Kjósinni og tökum snemma á móti sumrinu í góðum félagsskap!
Á aðalfundi fer fram kosningu nýrrar stjórnar kjördæmisráðs Suðvesturs og almenn aðalfundarstörf.
Við hvetjum öll til að bjóða sig fram til starfa í stjórn kjördæmisráðsins en það má lesa nánar um starfsemi og tilgang þess hér.
Leiðarlýsing:
Beygt inn á afleggjara til hægri af Meðalfellsvegi eftir að komið er yfir ána Bugðu. Á skilti við vegamótin stendur: Hjarðarholt og svo stendur líka Bugðuós.