Kæra félagsfólk!
Við erum í stjórnmálaflokki til að hafa áhrif á stjórn landsins og láta gott af okkur leiða, þar skipta ykkar skoðanir sannarlega máli!
Við kynnum hér tvö gullin tækifæri til áhrifa og koma skoðunum ykkar á framfæri hvað varðar félagslegt réttlæti, umhverfisvernd, kvenfrelsi og jöfnuð.
Í fyrsta lagi Landsfund Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem haldinn verður á Akureyri helgina 17. – 19. mars nk.
Þar mótum við stefnu flokksins til næstu tveggja ára. Þar hefur félagsfólk völdin – leggur línurnar fyrir þingmenn okkar og ráðherra.
Stjórnarsáttmálinn byggir t.d. á samþykktum síðustu landsfunda.
Landsfundurinn er opinn öllu félagsfólki VG – en til að hafa þar atkvæðisrétt þurfa félagsmenn tilnefningu síns svæðisfélags.
Þið sem viljið koma á landsfundinn og hafa þar öll völd þurfið að senda okkur í stjórn VG á Suðurnesjum línu fyrir 17. febrúar nk.
Þið getið annað hvort sent okkur póst eða hringt í okkur: Hólmfríði í síma 820-3140 (holmfridura@gmail.com) eða Þorvald í síma 895-6841 (valdurorn@simnet.is).
Landsfundir eru magnaðar samkomur – gaman að hitta fólk alls staðar af landinu með sömu áhugamál og fá tækifæri til að ræða okkar hjartans mál – og hafa áhrif!
Nánari upplýsingar hér: https://landsfundur.vg.is/
Í öðru lagi verður aðalfundur félagsins okkar fimmtudaginn 2. mars kl. 17 í Bistro salnum á Hótel Keflavík. Gestir úr þingflokki verða á fundinum.