Aðalfundur svæðisfélags Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Kópavogi fer fram mánudaginn 31. janúar 2022 kl. 20:00. Fundurinn verður á rafrænu formi vegna samkomutakmarkana.
Slóð á fundinn má finna hér:
https://us02web.zoom.us/j/82967925173?pwd=YUVWNkYzOG54ZHlucTJ2dVU0WDhZQT09
Meeting ID: 829 6792 5173
Passcode: 386120
Fundardagskrá:
Fundargestir eru beðnir um að skrá sig inn á fundinn með fullu nafni til að einfalda fundarstörf.
- Ásta Kristín formaður félagsins setur fundinn og kosið verður um fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
- Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá.
- Kosning formanns.
- Kosning stjórnarmanna.
- Kosning varamanna í stjórn.
- Kosning skoðunarmanns og varamanns hans.
- Tillaga stjórnar um fyrirkomulag um val á framboðslista VG til sveitarstjórnakosninga 2022.
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra mun fara yfir hið pólitíska svið.
- Önnur mál og aðrar umræður
Stjórn VG í Kópavogi hvetur alla félaga til að mæta á fundinn. Einnig hvetur stjórn áhugasama um að bjóða sig fram í stjórn félagsins. Gott væri að fá framboð fyrir fundinn með því að senda tölvupóst á netfang stjórnar: vgkopavogur@gmail.com en einnig verður hægt að bjóða sig fram á fundinum.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Ástu Kristínu Guðmundsdóttur formanni svæðisfélagsins á netfangi félagsins vgkopavogur@gmail.com