Aðalfundur Vinstri grænna í Kópavogi verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 18-19:30. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili siglingafélagsins Ými, að Naustavör 14 200 Kópavogi.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og umræður um næstu skref hjá Vinstri grænum í Kópavogi.
Stjórn félagsins hvetur félaga til að mæta og taka þátt. Einnig hvetur stjórnin félaga til framboða í stjórn. Hægt er að senda tillögur að framboði á netfangið vgkopavogur@gmail.com en einnig er hægt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum.
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, verður gestur fundarins.