PO
EN

EVG – fundur

EVG-fundur 13 nóv. 2019 kl. 20 Stangarhyl 4, Rvík

 

Góði félag, næsti fundur EVG verður 13. nóvember í Stangarhyl 4 kl. 20.

Múlakot í Fljótshlíð mun mörgum þekkt, sérstaklega fyrir ræktun og menningu í húsakosti og á lérefti. Sigríður Hjartar skógarbóndi og eigandi jarðarinnar segir frá endurreisn staðarins og hugmyndum um framtíðina.

Alltaf dregur fróðleiksfýsnin Íslendinga á fjarlægar slóðir og í kvöld munu Þorsteinn og Einar Ólafssynir segja frá ferð þeirra bræðra til Afríku ekki alls fyrir löngu.

Við ætlum líka að syngja, svelgja í okkur kaffi og spjalla saman í kaffihléinu.

Dagskrá fundarins:

  1. Frá Landsfundinum – Steingrímur Sigfússon
  2. Múlakot í dag og á morgun – Sigríður Hjartar segir frá
  3. Um sléttur og hæðir Afríku – Einar Ólafsson rithöfundur og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir flytja okkur á afar fjarlægar slóðir
  4. Og söngur eins og ævinlega – Reynir Jónasson og Björgvin Gíslason leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna.

Kaffihlé og kleinur um 9-leytið. –  Sem fyrr er fólk minnt á að taka með sér gesti því fundirnir eru öllum opnir. Næsti fundur verður 11. des.

Hittumst heil.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search