EVG-fundur 13 nóv. 2019 kl. 20 Stangarhyl 4, Rvík
Góði félag, næsti fundur EVG verður 13. nóvember í Stangarhyl 4 kl. 20.
Múlakot í Fljótshlíð mun mörgum þekkt, sérstaklega fyrir ræktun og menningu í húsakosti og á lérefti. Sigríður Hjartar skógarbóndi og eigandi jarðarinnar segir frá endurreisn staðarins og hugmyndum um framtíðina.
Alltaf dregur fróðleiksfýsnin Íslendinga á fjarlægar slóðir og í kvöld munu Þorsteinn og Einar Ólafssynir segja frá ferð þeirra bræðra til Afríku ekki alls fyrir löngu.
Við ætlum líka að syngja, svelgja í okkur kaffi og spjalla saman í kaffihléinu.
Dagskrá fundarins:
- Frá Landsfundinum – Steingrímur Sigfússon
- Múlakot í dag og á morgun – Sigríður Hjartar segir frá
- Um sléttur og hæðir Afríku – Einar Ólafsson rithöfundur og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir flytja okkur á afar fjarlægar slóðir
- Og söngur eins og ævinlega – Reynir Jónasson og Björgvin Gíslason leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna.
Kaffihlé og kleinur um 9-leytið. – Sem fyrr er fólk minnt á að taka með sér gesti því fundirnir eru öllum opnir. Næsti fundur verður 11. des.
Hittumst heil.