Fyrsti fundur Umhverfis- og samgöngunefndar verður þriðjudaginn ellefta október klukkan átta. Gestur fundarins verður Jón Geir Pétursson prófessor í umhverfis og auðlindafræði og formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar. Fundurinn er opinn öllum félögum í vg, en þeir sem vilja skrá sig í fastanefnd gera það á heimasíðu VG http://vg.is/malefnahopar/
Skráðir félagar fá aðgang að vinnusvæði fastanefndarinnar. Umhverfis- og smgöngunefnd fjallar m.a. um loftslagsmál, náttúruvernd, skipulagsmál, orkumál, samgöngur og málefni sveitarstjórnarstigsins.
Hópstjórar umhverfis- og samgöngunefndar eru Álfhildur Leifsdóttir og Davíð Arnar Stefánsson.