Search
Close this search box.
Fjarfundur á Teams

Fastanefndir VG: Allsherjar- og menntamálanefnd – Útlendingafrumvarpið

23. janúar
kl. 20:00

Næsti fundur Allsherjar- og menntamálanefndar fer fram mánudagur 23. janúar klukkan 20.

Sama dag fer frumvarp til laga um útlendina í 2. umræðu á Alþingi. Þetta þýðir að enn á eftir að ræða það einu sinni til viðbótar á þinginu áður en það getur farið til atkvæðagreiðslu. Af þessu tilefni boðar Allsherjar- og menntamálanefnd VG til aukafundar til að ræða frumvarpið og stöðuna á þinginu. Jódís Skúladóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir munu sitja fundinn og ræða við félaga.

Fundurinn er opinn öllum félögum og fer fram á Teams. Hægt er að nálgast hlekk á fundinn á hópi félaga VG á Facebook eða með því að senda tölvupóst á Gústa á skrifstofunni.

Undir Allsherjar- og menntamálanefnd falla m.a. jafnréttismál, menntamál, menningarmál, íþróttir, rannsóknir, útlendingamál, lögreglumál og dómsmál.

Hópstjórn: Jódís Skúladóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir

Nefndin er ein af 7 nefndum hreyfingarinnar sem starfa fram að landsfundi í vor. Fundirnir eru opnir öllum félögum. Ef þið viljið taka þátt í málefnastarfi hreyfingarinnar þá getið þið kynnt ykkur það og skráð ykkur í hópa hér: https://vg.is/malefnahopar/

Þegar þið hafið skráð ykkur fáið þið aðgang að vinnuhópum fastanefndanna inni á Teams.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þess að sitja fundina.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search