Næsti fundur Allsherjar- og menntamálanefndar fer fram miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 20. Á fundinum verður farið sérstaklega yfir þá málaflokka sem út af standa í nefndinni áður en nefndin skilar af sér gögnum fyrir landsfund. Sérstök áhersla verður lögð á menningarstefnu, háskóla og nýsköpun. Fundurinn er opinn öllum félögum og fer fram á Teams.
Undir Allsherjar- og menntamálanefnd falla m.a. jafnréttismál, menntamál, menningarmál, íþróttir, rannsóknir, útlendingamál, lögreglumál og dómsmál.
Hópstjórn: Jódís Skúladóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
Nefndin er ein af 7 nefndum hreyfingarinnar sem starfa fram að landsfundi í vor. Fundirnir eru opnir öllum félögum. Ef þið viljið taka þátt í málefnastarfi hreyfingarinnar þá getið þið kynnt ykkur það og skráð ykkur í hópa hér: https://vg.is/malefnahopar/
Þegar þið hafið skráð ykkur fáið þið aðgang að vinnuhópum fastanefndanna inni á Teams.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þess að sitja fundina.
Hlekkur á fundinn er hér.