Fimmtudaginn 2. mars var útlendingafrumvarpið afgreitt úr Allsherjar- og menntamálnefnd þingsins með breytingum og nýju nefndaráliti. Nefndarálitið er nú í yfirlestri og verður birt í þingsal í byrjun næstu viku.
Af því tilefni er boðað til fundar í Allsherjar- og menntamálanefnd VG til að ræða nefndarálitið og þær breytingar sem eru framkomnar á frumvarp, ekki síst fyrir tilstilli VG.
Fundurinn fer fram þriðjudaginn 7. mars klukkan 20 á Teams.
Undir Allsherjar- og menntamálanefnd falla m.a. jafnréttismál, menntamál, menningarmál, íþróttir, rannsóknir, útlendingamál, lögreglumál og dómsmál.
Hópstjórn: Jódís Skúladóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
Nefndin er ein af 7 nefndum hreyfingarinnar sem starfa fram að landsfundi í vor. Fundirnir eru opnir öllum félögum. Ef þið viljið taka þátt í málefnastarfi hreyfingarinnar þá getið þið kynnt ykkur það og skráð ykkur í hópa hér: https://vg.is/malefnahopar/
Þegar þið hafið skráð ykkur fáið þið aðgang að vinnuhópum fastanefndanna inni á Teams.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þess að sitja fundina.
Hlekkur á fundinn er hér.