Fyrsti fundur atvinnuveganefndar veturinn ’23-’24.
Þessa dagana eru mörg brennandi og brýn málefni í umræðunni sem varða efnistök nefndarinnar. Má þar nefna slysasleppingar í laxeldi, lokaskýrslu Auðlindarinnar okkar, hvalveiðar og blóðmerahald.
Á flokksráðsfundi á Flúðum ræddum við fyrirkomulag fundastarfsins í vetur og var ákveðið að hafa fókus á dýravelferð, heildræna byggðastefnu, endurskoðun ferðamálastefnu (sú gamla er frá 2017) og málefni Auðlindarinnar okkar fram að áramótum og jafnvel í allan vetur.
Við stefnum á að funda að minnsta kosti síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl 20, í klukkutíma. Þannig verður fyrirkomulag flestra fastanefnda.
Við erum aðeins að slípa okkur til og munum vonandi fá einhvern innan úr Alþingi eða ráðuneyti að ræða þessi heitustu mál samtímans við okkur á morgun og bendum á að 26. september er lokafrestur til að skila inn umsögnum um Auðlindina okkar og því væri gott að kynna sér stöðuna á þeim fyrir fundinn. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3531
Við hlökkum til að hittast og ræða saman um landið og miðin!
Hlekkur á fundinn er hér.
Undir Atvinnuveganefnd falla m.a. sjávarútvegur, landbúnaður, iðnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun og byggðamál.
Nefndin er ein af 7 nefndum hreyfingarinnar sem starfa fram að landsfundi í vor. Fundirnir eru opnir öllum félögum. Ef þið viljið taka þátt í málefnastarfi hreyfingarinnar þá getið þið kynnt ykkur það og skráð ykkur í hópa hér: https://vg.is/malefnahopar/
Þegar þið hafið skráð ykkur fáið þið aðgang að vinnuhópum fastanefndanna inni á Teams.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þess að sitja fundina.