PO
EN
Fjarfundur á Teams

Fastanefndir VG: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd: Þátttaka í breyttu samfélagi

14. nóvember
kl. 19:30

Eitt af þemum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar VG í vetur er lýðræðisleg þátttaka í fjölbreyttu samfélagi. Þriðjudaginn 14. nóv kl. 19.30-21.00 ætlum við að ræða þátttöku innflytjenda og hvernig megi auka hana, hvað sé þegar gert og hvað hið opinbera geti gert betur í þessum efnum.

Lýðræðisleg þátttaka einangrast ekki við það að beita atkvæðisréttinum. Þátttaka í samfélagslegri umræðu, félagsstarfi, pólitík, skólafélagi, húsfélagi….  skiptir allt máli fyrir innflytjendur rétt eins og Íslendinga, því við kjósum vanalega ekki nema á fjögurra ára fresti og hin árin verðum við að gera eitthvað annað! Til að ræða þetta koma á fund okkar:

Jósúa Gabríel Davíðsson
Guy Conan Stewart
Maarit Kaipainen

Hópstjórn: Bjarki Þór Grönfeldt og Álfheiður Ingadóttir

Nefndin er ein af 7 nefndum hreyfingarinnar sem starfa fram að landsfundi í vor. Fundirnir eru opnir öllum félögum. Ef þið viljið taka þátt í málefnastarfi hreyfingarinnar þá getið þið kynnt ykkur það og skráð ykkur í hópa hér: https://vg.is/malefnahopar/

Þegar þið hafið skráð ykkur fáið þið aðgang að vinnuhópum fastanefndanna inni á Teams.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þess að sitja fundina. Hlekkur á fundinn er hér.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search