Næsti fundur Umhverfis- og samgöngunefndar fer fram miðvikudaginn 29. nóvember, frá klukkan 20-21.
Á fundinum verður til umræðu líffræðileg fjölbreytni og gestur fundarins verður Snorri Sigurðsson sérfræðingur Náttúrufræðistofnun.
Undir Umhverfis- og samgöngunefnd falla m.a. loftslagsmál, náttúruvernd, skipulagsmál, orkumál, samgöngur og málefni sveitarstjórnarstigsins.
Hópstjórn: Álfhildur Leifsdóttir og Andrés Skúlason.
Nefndin er ein af 7 nefndum hreyfingarinnar sem starfa fram að næsta landsfundi. Fundirnir eru opnir öllum félögum. Ef þið viljið taka þátt í málefnastarfi hreyfingarinnar þá getið þið kynnt ykkur það og skráð ykkur í hópa hér: https://vg.is/malefnahopar/
Þegar þið hafið skráð ykkur fáið þið aðgang að vinnuhópum fastanefndanna inni á Teams.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þess að sitja fundina.
Hlekkur á fundinn er hér.