Umhverfis og samgöngunefnd boðar til fundar á síðasta kvöldi vetrar, miðvikudaginn 24. apríl klukkan 20. Til umræðu á fundinum verður ný raforkukauphöll, vindorkufrumvarp, raforkulögin og fleira.
Gestir fundarins verða Jónas Hlynur Hallgrímsson forstöðumaður Viðskiptagreiningar og þróunar markaða, Úlfar Linnet forstöðumaður Viðskiptaþjónustu og Tinna Traustadóttir framkvæmdastjóri orkusölusviðs Landsvirkjunar auk þingmanna okkar í Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Hlekkur á fundinn er hér.
Undir Umhverfis- og samgöngunefnd falla m.a. loftslagsmál, náttúruvernd, skipulagsmál, orkumál, samgöngur og málefni sveitarstjórnarstigsins.
Hópstjórn: Álfhildur Leifsdóttir og Andrés Skúlason.
Nefndin er ein af 7 nefndum hreyfingarinnar sem starfa fram að næsta landsfundi. Fundirnir eru opnir öllum félögum. Ef þið viljið taka þátt í málefnastarfi hreyfingarinnar þá getið þið kynnt ykkur það og skráð ykkur í hópa hér.
Þegar þið hafið skráð ykkur fáið þið aðgang að vinnuhópum fastanefndanna inni á Teams.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þess að sitja fundina.