Search
Close this search box.

Félagsfundar VG í Borgarbyggð

Boðað er til félagsfundar VG í Borgarbyggð þriðjudaginn 24. sept kl. 20:30.

Fundurinn verður í Landnámssetrinu – uppi í arinstofunni.

Á fundinum verður fjárhagsáætlun Borgarbyggðar rædd. Hún er í smíðum og mikilvægt er fyrir sveitarstjórnarfólk að fá hugmyndir og umræður frá okkur hinum „óbreyttu“. Gott er að við höfum augun opin og veltum fyrir okkur hvar skal leggja áherslu næsta árið í sveitarfélaginu okkar.

Einnig verða kosnir fulltrúar á landsfund sem verður haldinn í Reykjavík 18. og 19. okt. Gaman væri að það yrði góð þátttaka og hvetjum við fólk til að gefa kost á sér.

Góðar kveðjur
Stjórn VG í Borgarbyggð.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search