VG í Hafnarfirði boðar til félagsfundar fimmtudaginn 22. apríl kl. 20 á Zoom. Á fundinum gefst félagsfólki í Hafnarfirði til þess að bjóða sig fram sem landsfundarfulltrúi VG í Hafnarfirði fyrir landsfund sem fer fram daganna 7.–9. Maí.
Áhugasamir geta sent tölvupóst á hafnarfjordur@vg.is.
Landsfundarfulltrúar eru þeir einu sem hafa atkvæðisrétt á landsfundi og er það æðsta vald hreyfingarinnar. Á honum er stefna hreyfingarinnar mótuð og eins skilar landsfundur alla jafna frá sér ályktunum. Landsfundarfulltrúar geta hverjir þeir orðið sem eru meðlimir í hreyfingunni og á landsfundi standa allir fulltrúar jöfnum fæti, hvort sem það eru ráðherrar í ríkisstjórn eða nýliðar í hreyfingunni. Stefnunar sem verða til umræðu og lagðar fram til samþykkis eru þær sem hreyfingin mun fara með inn í kosningarnar í haust og því kjörið tækifæri til að taka þátt og hafa áhrif.