KÆRU FÉLAGAR
Svæðisfélag VG á Austurlandi stefnir að fjallagrasaferð í Vöðlavík og um Gerpissvæðið 17. -18. júlí n.k. Það væri mjög skemmtilegt að sjá ykkur sem flest og því bjóðum við félögum af öllu landinu að vera með okkur.
Eins og í ferðinni að Laugarfelli í fyrra þá er tilgangurinn fyrst og fremst að eiga saman skemmtilegan dag, fara í göngu ef veður leyfir en í þetta sinn ætlum við að sjá hvort að við getum ekki slegið upp í kvöldvöku líka!
Við skipuleggjum ferðina að sjálfsögðu með fyrirvara í tengslum við farsóttir eða náttúruhamfarir!
Skráning með því að senda póst á svandisegils@gmail.com eða hringja í s: 7717217