Fyrri flokksráðsfundur VG árið 2022 verður haldinn sem fjarfundur á Zoom, laugardaginn 12. febrúar. Við förum yfir stöðu hreyfingarinnar á nýju ári og lítum til framtíðar og undirbúum sveitarstjórnarkosningar. Síðari flokksráðsfundur ársins verður á Vestfjörðum í lok ágúst. Hlekk á fundinn fá félagar sem hafa skráð sig á fundinn.
Dagskrá flokksráðsfundar laugardaginn 12. febrúar 2022.
Fjarfundur. Sendur út frá Hótel Nordica
10.00 – 10.10 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður og formaður flokksráðs setur fundinn og heldur ræðu.
10.10 – 10.20 Ræða Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG.
10.20 – 10.35 Line Barfod, borgarstjóri umhverfis og skipulagsmála í Kaupmannahöfn, einn af sjö borgarstjórum, um sveitarstjórnarbaráttu Einingarlistans sem vann stórsigur á nýliðinu ári.
10.35 – 11.00 Stefnur sveitarstjórnarbaráttu kynntar í stuttu máli, málefnin og baráttan.
11.00 – 12.15 Almennar stjórnmálaumræður – í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Guðmundur Ingi stýrir kynningum og umræðum.
12.15 – 13.00 HÁDEGISHLÉ
13.00 – 14.30 Hver erum við Vinstri græn á öðru kjörtímabili í ríkisstjórn?
Pallborð. Ólafur Elínarson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, áður greinandi hjá Gallup. Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur.
Katrín Jakobsdóttir stýrir umræðum.
14.30 – 14.40 Erindi til fundarins.
14.40 – 14.50 Ályktun
14.50 – 15.00 Samantekt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, slítur fundi.