PO
EN
Hótel Hilton Nordica

Rafrænn flokksráðsfundur.

29. janúar
kl. 17:00

Aftur hefur verið boðað til rafræns flokksráðsfundar 29. jan – 30. janúar næstkomandi. Við byrjum að venju samkvæmt klukkan 17.00 og fundurinn stendur fram yfir hádegi á laugardag.

Segja má að fundurinn hafi hafist löngu fyrr með stefnumótunarvinnu málefnahópa, strax fyrir miðjan janúar. Stjórnstöð flokksráðsfundar verður á Hótel Nordica.

Þótt þessi málefnafundur sé helgaður málefnavinnu fyrir landsfund, verður engu að síður gefið gott pláss fyrir almennar stjórnmálaumræður á föstudagskvöldið. Þær gengu mjög vel rafrænt á síðasta flokksráðsfundi og er það von mín að góð þátttaka verði í umræðunum líka núna. Í lok almennum umræðnanna gefa ráðherrar VG örskýrslu um stóru málin í aðdraganda kosninga.

Föstudagur 29. Janúar

17.00    Guðmundur Ingi Guðbrandsson setur fundinn

17.05 – 17.20 Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Ræða varaformanns.

17.20 – 17.35 Katrín Jakobsdóttir. Ræða formanns.

18.00 – 18.10 Afdrif ályktana síðasta landsfundar. Katrín Jakobsdóttir.

Kvöldmatarpása og opin spjallrás.

18.30  –  21.00 Almennar stjórnmálaumræður.  

Laugardagur 30. janúar

10.00  – 12.00 Kynning og umræður sex málefnahópa. Fimm mínútna kynning og korter í umræður. (Fundarstjóri Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fundarritari Ingibjörg Þórðardóttir)

12:00 Hádegispása

12.30 Samræmdar lágmarksreglur um meðferð kjörskrár og val á frambjóðendum

13.00 – 14.00 Kynning og umræður þriggja málefnahópa. Fimm mínútna kynning og korter í umræður. (Fundarstjóri Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fundarritari Ingibjörg Þórðardóttir)

14:00  Ályktanir.

14.15   Fundarslit.

 

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search