Vinstrihreyfingin grænt framboð á Akureyri auglýsir eftir frambjóðendum á lista hreyfingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.
Framboðsfrestur rennur út á miðnætti, þriðjudaginn 8. febrúar 2022.
Frestur til stinga upp á fólki á listann við kjörstjörn rennur út á miðnætti, 1. febrúar.
Þau sem vilja gefa kost á sér eða stinga upp á fólki skulu tilkynna það skriflega til kjörstjórnar í tölvupósti á netfangið akureyri@vg.is
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Hallsson, formaður kjörstjórnar, í síma 659 4744.
Forvalið verður rafrænt og stendur frá 2. mars – 5. mars kl. 17.00.