Forval VG í Norðvesturkjördæmi fer fram rafrænt 23., 24. og 25. apríl. Kosning hefst á miðnætti 23. apríl og stendur til kl. 17.00 þann 25. apríl. Við hvetjum alla félaga í Norðvesturkjördæmi til að kynna sér málið og taka þátt í forvalinu, eða senda kjörstjórn ábendingar um mögulega frambjóðendur.
Kosið verður um fimm efstu sæti á listanum, þar af bindandi í efstu þrjú en í samræmi við forvalsreglur VG.
Framboðsfrestur rennur út á miðnætti 1. apríl. Þá mun kjörstjórn taka við tilnefningum almennra félaga um frambjóðendur fram til 26. mars. Tilnefningar og yfirlýsingar um framboð sendist á netfangið nordvestur@vg.is
Kjörstjórn óskar eftir því að framboðsyfirlýsingum fylgi fullt nafn, titill og sæti á lista sem sóst er eftir.
Atkvæðisbær í forvalinu eru öll þau sem skráð eru í hreyfinguna í kjördæminu 10 dögum fyrir kjörfund eða 13. apríl.