PO
EN

Framtíð kvótakerfisins

Hver er framtíð kvótakerfisins?

Í stefnu VG eru markmiðin með góðu kerfi eftirfarandi:

  • Sátt um kerfi og að það sé réttlátt
  • Arður til þjóðar
  • Sjálfbær nýting – siðferðileg nýting
  • Viðhald byggða
  • Stöðugleiki í rekstri en möguleikar á nýliðun um leið

VG vill að útfærsla á stjórn fiskveiða stýrist af hagsmunum allra byggða í landinu og hafi að leiðarljósi sátt, byggðafestu og atvinnuöryggi. Skapa þarf forsendur í kerfinu fyrir nýliðun, að þeir sem vilja geti sótt sjóinn og byggt upp fyrirtæki í sjávarútvegi í samkeppni við önnur. Stjórn fiskveiða þarf að vera upplýst af bestu fáanlegu þekkingu og niðurstöðum alþjóðlegs vísindastarfs og samvinnu um mat á vistkerfi hafs, sjávarbotns og stranda.

Á fundinum verður rætt um framtíðina, auðlindirnar og er mögulegt að skapa sátt?

Frummælendur:
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Indriði H. Þorláksson
Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search