Aprílfundurinn er þann 10. apríl nk. kl. 20 í Stangarhyl 4, húsnæði FEB. Að venju er dagskráin góð og forvitnileg. Fyrst er Berglind Ásgeirsdóttir sem hefur komið að ýmsum athyglisverðum málum sem sendiherra Íslands og hún hefur frjálsar hendur um efnisvalið! Árni Hjartarson jarðfræðingur segir stuttlega frá væntanlegri bók um friðargöngur á Íslandi, kannski vantar fleiri sögur í hana? Og eftir kaffið kemur Hjörleifur Hjartarson og guð-má-vita hvað honum dettur í hug fyrst lóan er komin og margir farnir að huga að fræjum og útsæðiskartöflum!
Fundarstjóri er Guðrún Hallgrímsdóttir. Mætum glöð og hress!
- Konum í útlöndum – og hér heima – dettur svo margt í hug! Berglind Ásgeirsdóttir fyrrum ráðuneytisstjóri og sendiherra dregur upp nokkrar svipmyndir frá reynslu sinni.
- Gengið til friðar – Árni Hjartarson ræðir útkomu bókarinnar en hún fjallar um baráttuna gegn her og hernaðarhyggju á Íslandi. Hefur þú verið með í Keflavíkur-göngu?
- Kaffi og spjall.
- Nú er komið að því! Hjörleifur Hjartarson ávarpar fundinn með sínu lagi.
- Og söngur eins og ævinlega – Páll Eyjólfsson og Sigurður Alfonsson leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna, Gunnar Guttormsson gefur tóninn.
Kaffihlé og kleinur um 9-leytið – munið seðil í kaffisjóðinn! – Sem fyrr er fólk minnt á að taka með sér gesti því fundirnir eru öllum opnir. Næsti fundur verður 9. október 2024.
Hittumst heil.
Ath. Unnið hefur verið að því að fækka pappírsfundarboðum en þau standa að sjálfsögðu líka til boða áfram. Og munið að netpóstsending gefur færi á að áframsenda einhverjum sem gæti haft gott af því að koma á fundina okkar en veit kannski ekki af þeim.
Undirbúningshópurinn:
Bryndís 861 9186; Svanhildur 863 2354; Þóra Elfa 824 6518, Þuríður Backman 861 9031.