10. nóvember, klukkan 20:00, í Stangarhyl 4, húsnæði FEB.
Í upphafi mun Ólafur Þór Gunnarsson ræða um breytingar sem coveitið hefur haft á sjúkrahúsmálin. Þá kemur fróðleikur um skáldið Jón Óskar (f. 1921) sem margir muna vafalaust eftir en smásögur hans eru nýútkomnar. Það er dóttir hans, Una Margrét sem segir frá. Og síðan er horfið til fortíðar en Hildur Hákonardóttir segir frá því þegar alþýðuvæða átti Skálholtsembættið á upplýsingaöld en hún hefur kannað líf nokkurra biskupsfrúa. Söngur á sínum stað og allir taka undir og ekki má gleyma kaffinu. Guðrún Hallgrímsdóttir stýrir fundinum.
Virðum fjarlægðartakmarkanir, grímuskylda og spritt á staðnum. Skráning á lista fer fram á staðnum.
- – Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir skýrir stöðuna.
- – Una Margrét Jónsdóttir segir frá æfi og verkum föður síns.
- – Hildur Hákonardóttir veflistakona upplýsir leyndarmál þeirra.
- eins og ævinlega – Reynir Jónasson og Páll Eyjólfsson leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna og taka vel undir, undir stjórn Gunnars Guttormssonar.
Næsti fundur verður 8. desember. Hittumst heil.
Undirbúningshópurinn:
Bryndís 861 9186; Sigurður Ingi Georgsson 8963940; Svanhildur 863 2354;
Þóra Elfa 824 6518, Þuríður Backman 8619031.
__________________________
Almennt um fundina:
Eldri vinstri (EVG) græn hafa frá því í des. 2005 haldið hópinn og hist reglulega einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Sjálfboðaliðar hafa undirbúið fundina og lagt áherslu á að – auk spjalls yfir kaffibolla þegar slíkt er leyft – sé jafnan eitthvað til fróðleiks og skemmtunar. Þessi tilhögun hefur mælst vel fyrir – Starfssvæði hópsins er óskilgreint, engin félagsgjöld en frjáls framlög í kaffisjóð til að standa undir útlögðum kostnaði. – Tilgangurinn er fyrst og fremst að miðla fróðleik og rifja upp ýmis áhugaverð efni sem liggja til hliðar við eða sem aðeins óbeint tengjast hinni daglegu pólitísku umræðu. Hér má nefna ýmis menningarmál, málefni sem tengjast baráttu launafólks, útgáfumál, bókmenntir og listir, menntamál, þjóðfrelsismál, alþjóðamál o. fl. – Skemmtiatriði af ýmsu tagi eru fastur liður, svo sem tónlistarflutningur og fjöldasöngur. – Stefnt er að því að fundunum ljúki að jafnaði um kl. 22.