Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG í Suðurkjördæmi heldur opinn umræðufund ásamt kjördæmisráði Suðurkjördæmis miðvikudaginn 28. október. Fundurinn er fjarfundur á zoom og fundarstjóri er Valgeir Bjarnason, formaður kjördæmisráðsins. Hlekkur á fundinn verður sendur út á póstlista VG í kjördæminu, en einnig verður hægt að skrá sig gegnum skrifstofu VG eða hjá Valgeiri. Þetta er annar fundurinn í fundaröð Ara Trausta í kjördæminu og fundarefnið þessu sinni er Framtíðin – nýsköpun matvælaframleiðsla og 4. iðnbyltingin. Fundurinn er að sjálfsögðu opinn VG félögum um allt land og gestir þeirra eru einnig velkomnir.
Fundur með Ara Trausta á vegum kjördæmisráðs 28. október klukkan 20.00
28. október