Miðvikudagskvöldið 18. ágúst kl. 20:00 verður rafrænn fundur í aðdraganda landsfundar þar sem Katrín og Mummi stjórna umræðum félaga um áhersluatriði VG fyrir komandi kosningar. Allir félagar eru hvattir til að mæta og koma sínum hugmyndum á framfæri.
Fundurinn verður rafrænn og verður landsfundarfulltrúum sendur hlekkur á miðvikudaginn. Óski aðrir félagar eftir því að sitja fundinn má láta skrifstofu vita með því að senda póst á netfangið vg@vg.is og þá verður þess gætt að viðkomandi fái hlekk á fundinn.
Fjölmennum og höfum áhrif á kosningaáherslur VG!