Search
Close this search box.
Stangarhyl 4

Fyrsti EVG fundur haustsins

11. október
kl. 20:00

Fyrsti EVG-fundur haustsins verður haldinn 11. okt. kl. 20 í Stangarhyl 4, húsnæði FEB. Katrín Jakobsdóttir heilsar okkur í upphafi og segir okkur ögn af störfum sínum og kannski því sem er framundan. Málfríður Kristjánsdóttir kynntist snemma vegavinnunni og fylgdist með breytingum á aðbúð vegavinnumannanna. Og spurningunni um hverjir hafi verið hér þegar landnámsmennirnir stigu á land ætlar Þorvaldur Friðriksson að svara með því að benda á keltnesk áhrif í íslenskri tungu og menningu.

Svo er auðvitað söngur, kaffi og spjall að venju. Fundarstjóri er Þuríður Backman. Mætum glöð og hress!

  • Er ríkisstjórnin að gera eitthvað?  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heilsar okkur í haustbyrjun.
  • Má vera með ungbörn í vegavinnu? Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt rifjar upp nokkrar minningar.
  • Kaffi og spjall
  • Er alltaf einhver á undan? Þorvaldur Friðriksson fyrrverandi fréttamaður skoðar nokkrar staðreyndir úr sögu Íslands.
  • Og söngur eins og ævinlega – Páll Eyjólfsson og Sigurður Alfonsson leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna, Gunnar Guttormsson gefur tóninn.

Kaffihlé og kleinur um 9-leytið – munið seðil í kaffisjóðinn!  –  Sem fyrr er fólk minnt á að taka með sér gesti því fundirnir eru öllum opnir.  Næsti fundur verður 8. nóv.  2023.

Hittumst heil.

Ath. Unnið hefur verið að því að fækka pappírsfundarboðum en þau standa að sjálfsögðu líka til boða áfram. Og munið að netpóstsending gefur færi á að áframsenda einhverjum sem gæti haft gott af því að koma á fundina okkar  en veit kannski ekki af þeim.

Undirbúningshópurinn:

Bryndís 861 9186; Svanhildur 863 2354; Þóra Elfa 824 6518, Þuríður Backman 8619031.

Almennt um fundina:

Eldri vinstri (EVG) græn hafa frá því í des. 2005 haldið hópinn og hist reglulega einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Sjálfboðaliðar hafa undirbúið fundina og lagt áherslu á að  – auk spjalls yfir kaffibolla – sé jafnan eitthvað til fróðleiks og skemmtunar. Þessi tilhögun hefur mælst vel fyrir – Starfssvæði hópsins er óskilgreint, engin félagsgjöld en frjáls framlög í kaffisjóð til að standa undir útlögðum kostnaði. – Tilgangurinn er fyrst og fremst að miðla fróðleik og rifja upp ýmis áhugaverð efni sem liggja til hliðar við eða sem aðeins óbeint tengjast hinni daglegu pólitísku umræðu. Hér má nefna ýmis menningarmál, málefni sem tengjast baráttu launafólks, útgáfumál, bókmenntir og listir, menntamál, þjóðfrelsismál, alþjóðamál o. fl. – Skemmtiatriði af ýmsu tagi eru fastur liður, svo sem tónlistarflutningur og fjöldasöngur. – Stefnt er að því að fundunum ljúki að jafnaði um kl. 22.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search