Mál málanna á Alþingi þessa vikuna hefur verið útlendingafrumvarpið, en það fór í aðra umræðu á þinginu í vikunni.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður, þingmaður og ráðherra VG, mun ræða útlendingamálin við félaga. Með honum verða einnig aðrir þingmenn hreyfingarinnar.
Til stóð að Katrín Jakobsdóttir stýrði fundi með Guðmundi, en hún er því miður veðurteppt í Þýskalandi.
Fundurinn fer fram í þjónustumiðstöð Miðborgarinnar í Vesturgötu 7 á laugardag frá klukkan 11.00 – 13.00.
Vinstri græn í Reykjavík munu bjóða upp á súpu á staðnum gegn vægu gjaldi.