Fundinum verður einnig streymt. Munurinn á Vinstri grænum og öðrum stjórnmálaflokkum þegar kemur að umhverfismálum er sá að við munum eftir náttúruverndinni. Við viljum ná orkuskiptum í öllum geirum án þess að ráðast í óásættanlegar fórnir á stórbrotinni náttúru Íslands. Án inngripsmikilla virkjana sem skerða víðerni og sökkva landi. Og það er vel hægt.