Framboð Vinstri grænna í Árborg opnar kosningamiðstöð sína síðasta vetrardag og verður hún opin á milli klukkan 15.00 og 18.00 í Fagrabæ við Bankaveg. Sigurður Torfi Sigurðsson og aðrir efstu frambjóðendur á lista ræða við gesti og gangandi og fagna kosningavori.