Hvernig getur Ísland mótað sér matvælastefnu til framtíðar þar sem hugað er að lýðheilsu, matvælaöryggi og sjálfbærni? Hvaða áskorunum mun slík stefna mæta á tímum loftslagsbreytinga?
Vinstri græn boða til opins fundar þar sem leitast verður við að svara þessum áleitnu spurningum. Málefnahópar VG á sviðum heilbrigðismála og matvælamála standa að fundinum.
Frummælendur:
Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands
Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður Vinstri grænna
Rakel Garðarsdóttir, formaður Vakandi, samtaka um aukna vitundarvakningu varðandi sóun matvæla
Álfheiður Ingadóttir, fv. heilbrigðisráðherra, stýrir fundinum.