PO
EN
Norræna húsið

Lýðheilsa og rétturinn til heilnæms umhverfis

16. september
kl. 11:00

Nýverið samþykkti Evrópuráðið að hefja svokallað Reykjavíkurferli í þágu umhverfis og mannréttinda sem er mikilvægt skref til þess að festa réttinn til heilnæms umhverfis í sessi. En hvað skiptir það okkur máli? Og hvernig fléttast rétturinn til heilnæms umhverfis við lýðheilsu-, geðheilbrigðis- og umhverfisverndarmál?

Erindi:  „Hvað er rétturinn til heilnæms umhverfis?“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fulltrúi hjá Rétti og mannréttindalögfræðingur

Pallborð:

Bjarni Jónsson, þingmaður VG og formaður í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins, Jóna Þórey Pétursdóttir, fulltrúi hjá Rétti og mannréttindalögfræðingur og Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur MHLP, B.Sc

Fundarstjóri: Elín Björk Jónasdóttir

Fundurinn fer fram á Fundi fólksins við Norræna húsið laugardaginn 16. september klukkan 11.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search