Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur erindi um menntastefnu, á opnum fundi málefnahóps VG um mennta- og menningarmál. Almennar umræður um menntastefnu VG verða að loknu erindi Berglindar. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri, menntunarfræðingur og hópstjóri málefnahópsins stýrir fundi. Fundarboð á zoom verður sent út á málefnahópinn og á póstlista VG, auk þess sem hægt verður að nálgast hlekkinn á viðburðadagatali vg. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um menntamál.
Tími: 19. Nóv. Klukkan 20.00